Lítið að frétta hjá mér, hef frá litlu að segja.
Ég er búinn að sitja fyrir framan tölvuna í c.a. 1 1/2 klukkutíma og hef verið með heddfónana á hausnum að hlusta á tónlist, allan andskotann, allt frá flottu nýju remixi af laginu Viva La Vida með Coldplay í það að núna þegar þetta er skrifað er Bó að syngja lagið Elskar þú mig á morgun : ) svona er maður nú twisted.
Annars er bara málið að skella sér í sturtu, raka skeggbroddana og skríða svo í rúmið enda ekki nema c.a. tveit tímar í að Trausti heimti pela og svo ætla ég að reyna að sjá leikinn í fyrramálið, eins gott að við töpum ekki, treysti mér varla í að hlusta á Pólverjana í vinnunni á morgun ef við töpum fyrir þeim, nógu voru þeir öruggir með sig í dag.
Góða nótt.
4 ummæli:
PRINS PÓLÓ, ÞAÐ ER NÚ MEIRI KALLINN...!!!!
Ísí písí!!
Varstu graceful winner eða ertu búinn að míga yfir Pólverjana?
Graceful my ass, ég kallaði yfir salinn úrslitinn og hló svo eins hátt og ég gat : )
Annars verð ég að segja að þetta var bara ekkert spennandi, sigurinn aldrei í hættu.
Svo er bara að sjá hvort við fáum Spán eða Kóreu næst : )
Snilld!
Fékkstu baunadós í hausinn?
Hvernig tóku þeir þessu?
Nei engin baunadós í minn haus enda er ég hrifinn af niðursoðnum baunum : )
Hinns vegar var farið með elsta Pólverjann minn á bráðamóttökuna vegna verks fyrir hjarta : /
Hann hefur víst verið að glíma við háþrýsting í einhvern tíma og leikurinn í morgun var víst lítið að hjálpa til hvað það varðar.
Skrifa ummæli