Eitt ár er nú liðið síðan ég setti upp teljara hér á blogginu mínu.
Eitthvað virðast innlitunum fjölga eftir því sem á líður því að um áramót voru talin c.a.1000 innlit en þegar þetta er skrifað er talan kominn í 3736.
122 dagar sem taldir voru 2007 gerðu rúmlega 8 innlit á dag, og ég skrifaði 95 pósta á þessu tímabili.
244 dagar sem taldir voru 2008 gerðu rúmlega 11 innlit á dag,og ég skrifaði 252 pósta á þessu tímabili.
Þetta er nú ágætis aðsókn held ég miðað við að ég hef alls ekki verið að láta marga vita af þessu brölti mínu, gaman væri að sjá hvað gerðist ef ég setti slóð á Facebook-ið mitt.
Held ekki samt.
31.8.08
29.8.08
Kaflaskipti.
Næsta vor eru liðin 13 ár síðan að ég flutti af mölinni á malbikið. Það var heilmikil breyting á mínu lífi því í leiðinni varð ég algerlega sjálfstæður.
Ástæðan sem varð til þess að ég flutti loks til Reykjavíkur var sú að fyrirtækið sem ég vann hjá varð gjaldþrota og því var lokað, öllum sagt upp en örfáir fengu þó einhverskonar flutning á annan vinnustað. Hjá þessu fyrirtæki hafði ég unnið í tæp 5 ár. Þetta var algerlega frábær vinnustaður, góður mórall og frábærir samstarfsmenn og konur. Reyndar fattaði ég ekki almennilega hversu skemmtilegur vinnustaðurinn var fyrr en löngu seinna. Launin voru reyndar alltaf frekar léleg en dugðu þó fyrir því sem maður þurfti.
Félagi minn og síðar samstarfsmaður reddaði mér svo nýrri vinnu í bænum hjá byggingafyrirtæki sem ég hef nú unnið hjá í tæp 13 ár.
Þegar ég hóf vinnu hjá þessu fyrirtæki var ég fjórtándi starfsmaðurinn og er þá skrifstofan meðtalin. Fyrirtækið var nánast nýtt en stofnað með sameiningu tveggja eldri fyrirtækja sem gáfu upp öndina og voru á staðnum fyrrum starfsmenn þessara tveggja fyrirtækja.
Vinnuaðstaðan var ekki góð en með auknum umsvifum og peningaflæði var hægt að laga og betrumbæta, byggja við og endurnýja tæki og tól og er óhætt að segja að á þessum tæpu 13 árum hef ég séð gríðarlegar breytingar á mínum vinnustað.
Fyrstu árin var maður í öllu mögulegu en seinna meir varð sérhæfingin meiri.
Alveg skal ég játa það að ég ætlaði að hætta að vinna þarna fyrir nokkrum árum síðan, margskonar leiði var farinn að láta á sér kræla en aldrei lét ég samt verða af því.
Svo var það fyrir tæpum þremur árum að mér var boðið að verða verkstjóri í stórri deild fyrirtækisins og værum við þá tveir í þeirri deild enda mikil vinna framundan og of margir menn í þeirri deild til að einn verkstjóri gæti annað þeim verkum sem fyrir lágu. Ég þáði þetta starf og sé ekki eftir því. Ég hef öðlast dýrmæta reynslu í þessu starfi og lært heilmikið af samverkstjóra mínum sem hafði fyrir mikla reynslu.
Þegar mest var í minni deild voru 27 menn af mörgum þjóðernum sem var oft erfitt að eiga við og stjórna, en það hafðist og reynslan er meiri fyrir vikið.
Eins og allir hafa tekið eftir eru afleiðingar þenslu undanfarinna ára núna að skella á okkur með minkandi vinnu og háum vöxtum, ekki gott combo það, fjölda fólks hefur nú þegar verið sagt upp störfum um allt land og mjög mörg fyrirtæki ramba við brún gjaldþrots, fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir.
Og þannig er það nú líka að þegar eitt fyritæki á ekki fyrir skuldunum sínum hefur það áhrif á önnur sem eru í viðskiptum við það, keðjuverkunin verður óviðráðanleg og fyrr en varir er vinnuveitandi manns kominn í bullandi vandræði.
Og þá kom loksins að því að mér var tilkynnt á fimmtudag að mér yrði sagt upp störfum frá og með næstu mánaðarmótum. Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart enda ekki þörf á jafnmörgum verkstjórum í dag eins og vinnan hefur minnkað og starfsmönnum fækkað þó ég neiti því auðvitað ekki að þetta er óþægilegt eftir allan þennan tíma.
Ég þáði þó gott boð um að fá að hætta strax og halda launum í þá þrjá mánuði sem uppsagnarfresturinn er.
Og þannig er nú staðan í dag, ég er hættur að vinna og byrja því fljótlega að leita mér að nýrri vinnu og á meðan ætla ég að stytta dagvist barnanna og vera meira með þeim.
Á mánudag fer ég á "gamla" vinnustaðinn til að skila af mér símanum og til að taka það sem er mitt og til að kveðja mannskapinn.
Svona að endingu vil ég taka það fram að af upprunalega mannskapnum frá því ég byrjaði eru eftir 4.
Síðast þegar ég missti vinnuna varð það til einskins nema góðs og eins er ég viss um að svo verður líka í þetta skiptið.
Ástæðan sem varð til þess að ég flutti loks til Reykjavíkur var sú að fyrirtækið sem ég vann hjá varð gjaldþrota og því var lokað, öllum sagt upp en örfáir fengu þó einhverskonar flutning á annan vinnustað. Hjá þessu fyrirtæki hafði ég unnið í tæp 5 ár. Þetta var algerlega frábær vinnustaður, góður mórall og frábærir samstarfsmenn og konur. Reyndar fattaði ég ekki almennilega hversu skemmtilegur vinnustaðurinn var fyrr en löngu seinna. Launin voru reyndar alltaf frekar léleg en dugðu þó fyrir því sem maður þurfti.
Félagi minn og síðar samstarfsmaður reddaði mér svo nýrri vinnu í bænum hjá byggingafyrirtæki sem ég hef nú unnið hjá í tæp 13 ár.
Þegar ég hóf vinnu hjá þessu fyrirtæki var ég fjórtándi starfsmaðurinn og er þá skrifstofan meðtalin. Fyrirtækið var nánast nýtt en stofnað með sameiningu tveggja eldri fyrirtækja sem gáfu upp öndina og voru á staðnum fyrrum starfsmenn þessara tveggja fyrirtækja.
Vinnuaðstaðan var ekki góð en með auknum umsvifum og peningaflæði var hægt að laga og betrumbæta, byggja við og endurnýja tæki og tól og er óhætt að segja að á þessum tæpu 13 árum hef ég séð gríðarlegar breytingar á mínum vinnustað.
Fyrstu árin var maður í öllu mögulegu en seinna meir varð sérhæfingin meiri.
Alveg skal ég játa það að ég ætlaði að hætta að vinna þarna fyrir nokkrum árum síðan, margskonar leiði var farinn að láta á sér kræla en aldrei lét ég samt verða af því.
Svo var það fyrir tæpum þremur árum að mér var boðið að verða verkstjóri í stórri deild fyrirtækisins og værum við þá tveir í þeirri deild enda mikil vinna framundan og of margir menn í þeirri deild til að einn verkstjóri gæti annað þeim verkum sem fyrir lágu. Ég þáði þetta starf og sé ekki eftir því. Ég hef öðlast dýrmæta reynslu í þessu starfi og lært heilmikið af samverkstjóra mínum sem hafði fyrir mikla reynslu.
Þegar mest var í minni deild voru 27 menn af mörgum þjóðernum sem var oft erfitt að eiga við og stjórna, en það hafðist og reynslan er meiri fyrir vikið.
Eins og allir hafa tekið eftir eru afleiðingar þenslu undanfarinna ára núna að skella á okkur með minkandi vinnu og háum vöxtum, ekki gott combo það, fjölda fólks hefur nú þegar verið sagt upp störfum um allt land og mjög mörg fyrirtæki ramba við brún gjaldþrots, fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir.
Og þannig er það nú líka að þegar eitt fyritæki á ekki fyrir skuldunum sínum hefur það áhrif á önnur sem eru í viðskiptum við það, keðjuverkunin verður óviðráðanleg og fyrr en varir er vinnuveitandi manns kominn í bullandi vandræði.
Og þá kom loksins að því að mér var tilkynnt á fimmtudag að mér yrði sagt upp störfum frá og með næstu mánaðarmótum. Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart enda ekki þörf á jafnmörgum verkstjórum í dag eins og vinnan hefur minnkað og starfsmönnum fækkað þó ég neiti því auðvitað ekki að þetta er óþægilegt eftir allan þennan tíma.
Ég þáði þó gott boð um að fá að hætta strax og halda launum í þá þrjá mánuði sem uppsagnarfresturinn er.
Og þannig er nú staðan í dag, ég er hættur að vinna og byrja því fljótlega að leita mér að nýrri vinnu og á meðan ætla ég að stytta dagvist barnanna og vera meira með þeim.
Á mánudag fer ég á "gamla" vinnustaðinn til að skila af mér símanum og til að taka það sem er mitt og til að kveðja mannskapinn.
Svona að endingu vil ég taka það fram að af upprunalega mannskapnum frá því ég byrjaði eru eftir 4.
Síðast þegar ég missti vinnuna varð það til einskins nema góðs og eins er ég viss um að svo verður líka í þetta skiptið.
Enski. Leikir helgarinnar #3
Mín spá:
2 (1)West Ham - Blackburn
1 (X)Bolton - WBA
1 (2)Everton - Portsmouth
X (2)Hull - Wigan
1 (frestað)Man. Utd - Fulham
1 (1)Middlesbro - Stoke City
1 (1)Arsenal - Newcastle
1 (X)Chelsea - Tottenham
1 (2)Sunderland - Man. City
X (X)Aston Villa - Liverpool
3 réttir OMG!
2 (1)West Ham - Blackburn
1 (X)Bolton - WBA
1 (2)Everton - Portsmouth
X (2)Hull - Wigan
1 (frestað)Man. Utd - Fulham
1 (1)Middlesbro - Stoke City
1 (1)Arsenal - Newcastle
1 (X)Chelsea - Tottenham
1 (2)Sunderland - Man. City
X (X)Aston Villa - Liverpool
3 réttir OMG!
Max rúllar!
Í september á síðasta ári keypti ég í Max Raftækjum í Kauptúni, Philips dvd tæki sem er með innbyggðum 250 GB hörðum disk og getur einnig skrifað á DVD diska.
Tækið sem ég fékk kostaði 45.000kr.
Algert snilldar tæki sem ég vil alls ekki vera án, en eftir ekki svo langan tíma hætti sleðinn sem kemur út úr tækinu og maður setur disk í að koma út, tækið bilað.
Ég fór með það til þjónustu aðilans sem skilaði mér tækinu eftir 3-4 daga viðgerðu, en það dugði ekki lengi.
Nú vil ég taka fram að ég skipti ekki oft um diska, oftast er settur barna diskur í og hann er í tækinu svo vikum saman, þori að fullyrða að eftir 5-6 opnanir / lokanir bilaði sleðinn aftur.
Aftur fer ég með tækið í viðgerð og sama sagan með það, sú við gerð dugði ekki í margar diska skiptingar þannig að nú hafði ég samband við Max og talaði þar við Stefán sem er verslunarstjóri að ég held og bað hann mig um að gera eina tilraun enn og sagðist hann ætla að tala við þá á verkstæðinu um að fara extra vel yfir tækið, ok ég geri það og eftir þá viðgerð sögðu þeir á verkstæðinu mér að þeir hefðu skipt um hjól líka og vonuðust til nú ætti allt að endast.
En nei, þriðja bilunin kemur svo núna um helgina, ég hringi í Stefán og segi honum hvernig staðan sé, hann segir mér að koma með tækið til sín og hann skuli gera "eitthvað" fyrir mig.
Langþreyttur á því að vera neitandi á Íslandi var ég viðbúinn einhverjum erfiðleikum um að fá samskonartæki í staðinn, enda allt hækkað í verði og því var ég vel undirbúinn í að standa fastur á mínum rétti : )
Á móti mér tekur sölumaður sem segist hafa verið settur í málið af Stefáni og fer með mig inn ganginn þar sem tæki af þessari gerð eru og bendir mér á eins tæki nema bara nýrri og fullkomnari týpu og spyr mig hvort ég vilji ekki bara fá þetta tæki í staðinn.
Mér verður starsýnt á verðmiðann sem á stendur 59.900 og segi að þetta sé mikið dýrara en fyrra tækið, hann segir það verði bara að hafa það enda sé ég búinn að standa í miklu veseni með fyrra tækið og eigi þetta bara inni.
Ég var auðvitað bara glaður með þessi málalok, kúdos til þeirra í Max Kauptúni
Tækið sem ég fékk kostaði 45.000kr.
Algert snilldar tæki sem ég vil alls ekki vera án, en eftir ekki svo langan tíma hætti sleðinn sem kemur út úr tækinu og maður setur disk í að koma út, tækið bilað.
Ég fór með það til þjónustu aðilans sem skilaði mér tækinu eftir 3-4 daga viðgerðu, en það dugði ekki lengi.
Nú vil ég taka fram að ég skipti ekki oft um diska, oftast er settur barna diskur í og hann er í tækinu svo vikum saman, þori að fullyrða að eftir 5-6 opnanir / lokanir bilaði sleðinn aftur.
Aftur fer ég með tækið í viðgerð og sama sagan með það, sú við gerð dugði ekki í margar diska skiptingar þannig að nú hafði ég samband við Max og talaði þar við Stefán sem er verslunarstjóri að ég held og bað hann mig um að gera eina tilraun enn og sagðist hann ætla að tala við þá á verkstæðinu um að fara extra vel yfir tækið, ok ég geri það og eftir þá viðgerð sögðu þeir á verkstæðinu mér að þeir hefðu skipt um hjól líka og vonuðust til nú ætti allt að endast.
En nei, þriðja bilunin kemur svo núna um helgina, ég hringi í Stefán og segi honum hvernig staðan sé, hann segir mér að koma með tækið til sín og hann skuli gera "eitthvað" fyrir mig.
Langþreyttur á því að vera neitandi á Íslandi var ég viðbúinn einhverjum erfiðleikum um að fá samskonartæki í staðinn, enda allt hækkað í verði og því var ég vel undirbúinn í að standa fastur á mínum rétti : )
Á móti mér tekur sölumaður sem segist hafa verið settur í málið af Stefáni og fer með mig inn ganginn þar sem tæki af þessari gerð eru og bendir mér á eins tæki nema bara nýrri og fullkomnari týpu og spyr mig hvort ég vilji ekki bara fá þetta tæki í staðinn.
Mér verður starsýnt á verðmiðann sem á stendur 59.900 og segi að þetta sé mikið dýrara en fyrra tækið, hann segir það verði bara að hafa það enda sé ég búinn að standa í miklu veseni með fyrra tækið og eigi þetta bara inni.
Ég var auðvitað bara glaður með þessi málalok, kúdos til þeirra í Max Kauptúni
28.8.08
Varðandi bögglasendingar.
Meira um bögglasendingar.
Pólskur starfsmaður hjá mér kom til mín með kvittun frá Íslandspósti, hann hafði um daginn póstlagt böggul sem innihélt gjöf til eiginkonunar í Póllandi (trúlega tvo hamra skrúfjárn og pakka af 4x30mm skrúfum), pakkinn hafði ekki skilað sér til konunar og hann vildi fá svör frá Íslandspósti og mína aðstoð við það, sem ég gerði.
En það er ekki málið, heldur að á kvittuninni frá Íslandspósti sá ég að pakki þessi viktaði aðeins eitt kíló en hann þurfti að borga hátt í 3000kr fyrir sendinguna, 3000kr!
Og pakka helvítið skilaði sér ekki einu sinni á áfangastað, enda kostar það örugglega extra.
Pólskur starfsmaður hjá mér kom til mín með kvittun frá Íslandspósti, hann hafði um daginn póstlagt böggul sem innihélt gjöf til eiginkonunar í Póllandi (trúlega tvo hamra skrúfjárn og pakka af 4x30mm skrúfum), pakkinn hafði ekki skilað sér til konunar og hann vildi fá svör frá Íslandspósti og mína aðstoð við það, sem ég gerði.
En það er ekki málið, heldur að á kvittuninni frá Íslandspósti sá ég að pakki þessi viktaði aðeins eitt kíló en hann þurfti að borga hátt í 3000kr fyrir sendinguna, 3000kr!
Og pakka helvítið skilaði sér ekki einu sinni á áfangastað, enda kostar það örugglega extra.
Komu mér á óvart..............
...............þessar gríðarfjölmennu móttökur sem strákarnir okkar fengu í gær, ekki að þeir hafi ekki átt þetta skilið heldur að ég var hræddur um að eftir allt hype-ið að það kæmu svo bara hallærislega fáir til að hylla strákana í rigningunni.
Það hefði bara verið svo týbíst íslenskt að svo hefu nokkrar hræður mætt á staðinn, en nei ekki aldeilis, c.a. 30.000 öskrandi handbolta grúppíur/gæjar hylltu hetjurnar okkar.
En skyldi þetta skila sér í meiri aðsókn á handbolta leiki vertrarins?
Vonandi en ég held að það verið ekki teljandi munur frá síðasta vetri.
Það hefði bara verið svo týbíst íslenskt að svo hefu nokkrar hræður mætt á staðinn, en nei ekki aldeilis, c.a. 30.000 öskrandi handbolta grúppíur/gæjar hylltu hetjurnar okkar.
En skyldi þetta skila sér í meiri aðsókn á handbolta leiki vertrarins?
Vonandi en ég held að það verið ekki teljandi munur frá síðasta vetri.
27.8.08
Liverpool 1 - 0 Standard Liege
Já mínir menn virðast fá eitthvað út úr því að slefa inn í Meistaradeildina og gera mann brjálaðann í leiðinni.
En sigur hafðist í framlengingu á Belgísku meisturunum í Standard Liege og það dugar.
En sigur hafðist í framlengingu á Belgísku meisturunum í Standard Liege og það dugar.
Það hlaut að vera.
Ég sem hélt að einhver hefði komið með skítadreifarann svona eins og gert er í sveitinni, því einn daginn í blíðunni var svona svakaleg skítalykt í hverfinu.
Hér er sum sé ástæðan.
Hér er sum sé ástæðan.
26.8.08
Læt ekki mitt eftir liggja í baráttunni!
Ég hef, af áeggjan Dr. Gunna ritað Herra Árna M. Matthísen eftirfarandi tölvuskeyti:
Góðan dag.
Ég legg hér með mitt lóð á vogarskálarnar í sambandi við tillögu sem umboðsmaður neytenda kom með í sambandi við að leggja niður virðisaukaskatt og toll af litlum póstsendingum frá útlöndum. Þá yrði ódýrara að kaupa bækur og geisladiska (og fleira) frá útlöndum, og ekki veitir af.
Koma svo Árni minn, þú getur þetta.
Kær kveðja.
Yðar einlægur M4.
Alveg er ég viss um að með þessu hef ég gert góðverk hið mesta.
Góðan dag.
Ég legg hér með mitt lóð á vogarskálarnar í sambandi við tillögu sem umboðsmaður neytenda kom með í sambandi við að leggja niður virðisaukaskatt og toll af litlum póstsendingum frá útlöndum. Þá yrði ódýrara að kaupa bækur og geisladiska (og fleira) frá útlöndum, og ekki veitir af.
Koma svo Árni minn, þú getur þetta.
Kær kveðja.
Yðar einlægur M4.
Alveg er ég viss um að með þessu hef ég gert góðverk hið mesta.
Britan's Got Talent 2008
Þessi er afar líklegur til að sigra, þvílík gæsahúð.
Og þessar vöktu upp tilfinningar líka : )
Og þessar vöktu upp tilfinningar líka : )
24.8.08
Frakkland-Ísland leikid um gullid
Ekki lítur tetta vel út, 7 mín eftir og vid erum 7 mörkum undir..........6 mörkum undir, nú vantar pínulítid kraftaverk tad tarf ad fullkomna Öskubusku ævintyrid, tad má ekki fjara út á endasprettinum.
Bííb!
já 5 mörk skilja nú ad : )
Bííb!
6 mörk!
5 mörk!
2 mín eftir
æ æ 6 mörk!
5 mörk en tetta dugar ekki : (
Tetta er búid, frakkar vinna med 28 mörkum gegn 23.
Jæja stórkostlegur árangur okkar manna engu ad sídur, silfur verdlaun eru stadreynd og full ástæda til ad vera grídarstolt af tví.
Til hamingju strákar og til hamingju Ísland.
Bííb!
já 5 mörk skilja nú ad : )
Bííb!
6 mörk!
5 mörk!
2 mín eftir
æ æ 6 mörk!
5 mörk en tetta dugar ekki : (
Tetta er búid, frakkar vinna med 28 mörkum gegn 23.
Jæja stórkostlegur árangur okkar manna engu ad sídur, silfur verdlaun eru stadreynd og full ástæda til ad vera grídarstolt af tví.
Til hamingju strákar og til hamingju Ísland.
22.8.08
Svakalegur skýjakljúfur rís í Dubai.
Á þessari síðu má sjá svakalegar myndir af laaaanghæðsta skýjakljúf heims sem er í byggingu í Dubai.
Bygging þessi nær 70 metra ofan í jörðina og 819 metra uppúr jörðu, sem gerir hana þrjú hundruð metrum hærri en Sears Tower í Chicago.
Þvílíkt mannvirki, en þess má geta að það er ekki til næjanlegur peningur í heiminum til að ráða mig í vinnu þarna upp : )
Bygging þessi nær 70 metra ofan í jörðina og 819 metra uppúr jörðu, sem gerir hana þrjú hundruð metrum hærri en Sears Tower í Chicago.
Þvílíkt mannvirki, en þess má geta að það er ekki til næjanlegur peningur í heiminum til að ráða mig í vinnu þarna upp : )
Úff, ég á bara ekki orð!
Íslendingar spila um gullverðlaun í handboltakeppni ólympíuleikanna í Peking!
Við settum upp sjónvarp í matsalnum hjá okkur í vinnunni og það var æðisleg stemmning, allir öskrandi og hoppandi, útlendingarnir líka.....nema nokkrir tapsárir Pólverjar sem eru ekki komnir yfir tapið gegn okkur : )
Maður verður þá að rífa sig upp endsnemma á sunnudagsmorgun, með ánægju : )
Við settum upp sjónvarp í matsalnum hjá okkur í vinnunni og það var æðisleg stemmning, allir öskrandi og hoppandi, útlendingarnir líka.....nema nokkrir tapsárir Pólverjar sem eru ekki komnir yfir tapið gegn okkur : )
Maður verður þá að rífa sig upp endsnemma á sunnudagsmorgun, með ánægju : )
Enski. Leikir helgarinnar # 2
Mín spá:
1 (1)Newcastle - Bolton
1 (x)Blackburn - Hull
1 (1)Liverpool - Middlesbro
X (2)WBA - Everton
2 (1)Stoke City - Aston Villa
X (2)Tottenham - Sunderland
2 (1)Fulham - Arsenal
2 (2)Wigan - Chelsea
X (1)Man. City - West Ham
2 (2)Portsmouth - Man. Utd
4 réttir :/
1 (1)Newcastle - Bolton
1 (x)Blackburn - Hull
1 (1)Liverpool - Middlesbro
X (2)WBA - Everton
2 (1)Stoke City - Aston Villa
X (2)Tottenham - Sunderland
2 (1)Fulham - Arsenal
2 (2)Wigan - Chelsea
X (1)Man. City - West Ham
2 (2)Portsmouth - Man. Utd
4 réttir :/
21.8.08
19.8.08
Lítið að gerast.
Lítið að frétta hjá mér, hef frá litlu að segja.
Ég er búinn að sitja fyrir framan tölvuna í c.a. 1 1/2 klukkutíma og hef verið með heddfónana á hausnum að hlusta á tónlist, allan andskotann, allt frá flottu nýju remixi af laginu Viva La Vida með Coldplay í það að núna þegar þetta er skrifað er Bó að syngja lagið Elskar þú mig á morgun : ) svona er maður nú twisted.
Annars er bara málið að skella sér í sturtu, raka skeggbroddana og skríða svo í rúmið enda ekki nema c.a. tveit tímar í að Trausti heimti pela og svo ætla ég að reyna að sjá leikinn í fyrramálið, eins gott að við töpum ekki, treysti mér varla í að hlusta á Pólverjana í vinnunni á morgun ef við töpum fyrir þeim, nógu voru þeir öruggir með sig í dag.
Góða nótt.
Ég er búinn að sitja fyrir framan tölvuna í c.a. 1 1/2 klukkutíma og hef verið með heddfónana á hausnum að hlusta á tónlist, allan andskotann, allt frá flottu nýju remixi af laginu Viva La Vida með Coldplay í það að núna þegar þetta er skrifað er Bó að syngja lagið Elskar þú mig á morgun : ) svona er maður nú twisted.
Annars er bara málið að skella sér í sturtu, raka skeggbroddana og skríða svo í rúmið enda ekki nema c.a. tveit tímar í að Trausti heimti pela og svo ætla ég að reyna að sjá leikinn í fyrramálið, eins gott að við töpum ekki, treysti mér varla í að hlusta á Pólverjana í vinnunni á morgun ef við töpum fyrir þeim, nógu voru þeir öruggir með sig í dag.
Góða nótt.
16.8.08
Fjölskylduhátíð Móavinafjélagsins er í dag.
Árleg fjölskylduhátíð Móavinafjélagsins (verður það héðan í frá vonandi) verður haldin í Heiðmörk í dag.
Munu þar Móar ásamt Móabeybum og Móöldum hittast og leyfa Móöldunum að leika sér saman á góðum degi.
Grill ku vera á staðnum og verður þar léttur málsverður snæddur.
Að þessari gleði lokinni halda fjölskyldur til síns heima og sjæna sig til fyrir kveldgleði Móa sem haldin verður að þessu sinni hjá hinum nýbökuðu hjónum M3 og frú, Móöldin mín fá að njóta samveru með ömmu og afa á meðan.
Sem sagt heil mikill gleði dagur framundan : )
Munu þar Móar ásamt Móabeybum og Móöldum hittast og leyfa Móöldunum að leika sér saman á góðum degi.
Grill ku vera á staðnum og verður þar léttur málsverður snæddur.
Að þessari gleði lokinni halda fjölskyldur til síns heima og sjæna sig til fyrir kveldgleði Móa sem haldin verður að þessu sinni hjá hinum nýbökuðu hjónum M3 og frú, Móöldin mín fá að njóta samveru með ömmu og afa á meðan.
Sem sagt heil mikill gleði dagur framundan : )
15.8.08
Enski. Leikir helgarinnar # 1
Mín spá:
1 (1)Arsenal - WBA
X (1)Middlesbro - Tottenham
1 (1)Hull - Fulham
1 (1)West Ham - Wigan
X (1)Bolton - Stoke City
1 (2)Everton - Blackburn
2 (2)Sunderland - Liverpool
1 (1)Chelsea - Portsmouth
1 (1)Aston Villa - Man. City
1 (X)Man Utd - Newcastle
6 réttir.
1 (1)Arsenal - WBA
X (1)Middlesbro - Tottenham
1 (1)Hull - Fulham
1 (1)West Ham - Wigan
X (1)Bolton - Stoke City
1 (2)Everton - Blackburn
2 (2)Sunderland - Liverpool
1 (1)Chelsea - Portsmouth
1 (1)Aston Villa - Man. City
1 (X)Man Utd - Newcastle
6 réttir.
14.8.08
Spámaðurinn frá Þykkvabæ snýr aftur!
Þá er komið að því að Enski boltinn byrji að rúlla aftur eftir sumarfrí og auðvitað hef ég alveg á hreinu hvurnig lokastaðan í Maí 2009 mun líta út.
Ég ætla ekki að standa í þvi að rökstyðja þessa niðurröðun enda á ég ekki að þurfa þess, árangur minn í þessum málum talar sínu máli og ljóst má þykja að það er hægt að treysta á þessa "spá".
Ekki ætla ég heldur að eyða tíma í að pæla í liðunum sem hanga um miðja deild, vinna ekkert og falla ekki.
En svona mun staða sex efstu liða verða, og þau 3 sem falla fá að fljóta með.
1. Chelsea
2. Man Utd
3. Liverpool
4. Arsenal
5. Tottenham
6. Everton
-----------
18. Bolton
19. Stoke City
20. Hull City
Og þannig er nú það.
Einnig hef ég hugsað mér að setja inn færslur á föstudögum þar sem fram komi úrslit komandi helgar þeim til hægðar auka sem eru að tippa og lengja, svona er maður nú góðhjartaður.
Ég ætla ekki að standa í þvi að rökstyðja þessa niðurröðun enda á ég ekki að þurfa þess, árangur minn í þessum málum talar sínu máli og ljóst má þykja að það er hægt að treysta á þessa "spá".
Ekki ætla ég heldur að eyða tíma í að pæla í liðunum sem hanga um miðja deild, vinna ekkert og falla ekki.
En svona mun staða sex efstu liða verða, og þau 3 sem falla fá að fljóta með.
1. Chelsea
2. Man Utd
3. Liverpool
4. Arsenal
5. Tottenham
6. Everton
-----------
18. Bolton
19. Stoke City
20. Hull City
Og þannig er nú það.
Einnig hef ég hugsað mér að setja inn færslur á föstudögum þar sem fram komi úrslit komandi helgar þeim til hægðar auka sem eru að tippa og lengja, svona er maður nú góðhjartaður.
13.8.08
Af hverju...................
............... fá íslensku keppendurnir í sundi á Ólympíuleikunum í Peking aðgang að sömu lyfjum og aðrir keppendur?
Er það eðlileg mismunun að á meðan íslensku sundgarparnir nánast troða marvaðann, bæta aðrir keppendur heimsmet um margar sekúndur?
Ekki er það þessi nýji sundsamfestingur sem er að gera gæfumuninn, hann er t.d ekki að gera neitt fyrir Örn Arnarsson nema að láta hann líta út eins og Keiko!
Er það eðlileg mismunun að á meðan íslensku sundgarparnir nánast troða marvaðann, bæta aðrir keppendur heimsmet um margar sekúndur?
Ekki er það þessi nýji sundsamfestingur sem er að gera gæfumuninn, hann er t.d ekki að gera neitt fyrir Örn Arnarsson nema að láta hann líta út eins og Keiko!
12.8.08
Bíó: 30 Days of Night (2007)
Fyrir hryllinsmynda aðdáanda eins og mig ætti þessi mynd að vera hittari, hún er dimm og flott í öllu útliti en það eitt að Josh Hartnett er flatur og leiðinlegur leikari og að ég gat engan veginn skilið "vonda fólkið" hvaðan það kom eða hvað það var dregur myndina niður.
Annars samt ágætis horror.
Einkunn: 6/10
10.8.08
Sumarleyfi lokið : (
Þá er gleðin að baki og brauðstritið aftur aðal.
Fríið hefur verið príðis gott, fínasta veður seinni helminginn af fríinu, flakkað hefur verið um landið og sólin sleikt.
En nú er það bara vinna sem tekur við, dóttirin fer í leikskólann á morgun og sonurinn byrjar eftir viku þannig að allt er að falla í normið.
Fríið hefur verið príðis gott, fínasta veður seinni helminginn af fríinu, flakkað hefur verið um landið og sólin sleikt.
En nú er það bara vinna sem tekur við, dóttirin fer í leikskólann á morgun og sonurinn byrjar eftir viku þannig að allt er að falla í normið.
Bíó: Serenity (2005)
Ég rakst á lista yfir 20 bestu Sci-Fi myndir allra tíma, þar sem ég hef mjög gaman yfirleitt af þessum myndum kom mér á óvart að þessi mynd hefur alveg farið fram hjá mér, en ekki lengur.
Ágætis mynd alveg og sómir sér príðis vel á þessum lista.
Einkunn: 7/10
9.8.08
Bíó : Jumper (2008)
Hinn fallegi en lélegi leikari Hayden Christensen í aðal hérna í slappri mynd sem ég er viss um að hefði getað orðið svo miklu betri.
Einkunn: 5/10
8.8.08
Golfhringur # 11
Í dag fór ég ásamt vinnufélögum á Flúðir til að spila E.V. mótið.
Fínasta veður og spilamennskan upp og niður.
22 punktar dugðu mér samt í 4 sætið og verðlaunin voru glæsileg flaska af 18 ára gömlu Wiskey : )
Eftir mótið var svo boðið uppá grilluð lambalæri og nýjar kartöflur og meðlæti allt hið fínasta.
Fínasta veður og spilamennskan upp og niður.
22 punktar dugðu mér samt í 4 sætið og verðlaunin voru glæsileg flaska af 18 ára gömlu Wiskey : )
Eftir mótið var svo boðið uppá grilluð lambalæri og nýjar kartöflur og meðlæti allt hið fínasta.
7.8.08
6.8.08
Golfhringur # 10
Jæja, ég var að koma heim eftir að hafa mætt á Hlíðavöll í Mosó kl 04:30 í nótt.
Við M2 spiluðum að sjálfsögðu 18 holur í blíðunni, reyndar ringdi slatta á okkur á seinni 9 en ekkert til að spilla gleðinni.
Skorið skánar með hverjum hring, bætti við einum punkti frá þeim síðasta, ég hefði átt að gera betur en klúður á 16 og 17 tók broddinn af þessu.
32 Punktar samt ásættanlegt, styttist í lækkun ; )
Hér er M2 að pútta á sjöundu í morgun sólinni.

Smella á mynd til að stækka.
Við M2 spiluðum að sjálfsögðu 18 holur í blíðunni, reyndar ringdi slatta á okkur á seinni 9 en ekkert til að spilla gleðinni.
Skorið skánar með hverjum hring, bætti við einum punkti frá þeim síðasta, ég hefði átt að gera betur en klúður á 16 og 17 tók broddinn af þessu.
32 Punktar samt ásættanlegt, styttist í lækkun ; )
Hér er M2 að pútta á sjöundu í morgun sólinni.
Smella á mynd til að stækka.
5.8.08
Hver segir svo.........
.......að golf áhuginn hafi minnkað hjá mér?
Í aumkunarverðri tilraun til að bæta mig í golfinu ætla ég og M2 að vera mættir á völlinn kl 04:30 í nótt.
Ekki veitir af enda er farið að styttast heldur betur í sumrinu og golfhringirnir alltof fáir sem spilaðir hefa verið í sumar.
Og svo er farið að verða annsi stutt í Skotlandsferðina, og eins og félagar mínir hafa verið duglegir við að segja mér er amatörum ekki hleypt í Mekka golfsins : )
Í aumkunarverðri tilraun til að bæta mig í golfinu ætla ég og M2 að vera mættir á völlinn kl 04:30 í nótt.
Ekki veitir af enda er farið að styttast heldur betur í sumrinu og golfhringirnir alltof fáir sem spilaðir hefa verið í sumar.
Og svo er farið að verða annsi stutt í Skotlandsferðina, og eins og félagar mínir hafa verið duglegir við að segja mér er amatörum ekki hleypt í Mekka golfsins : )
4.8.08
Sjálfhverfan fullkomuð.
Jamm, maðurinn sem elskar að tala um sjálfan sig, hefur skoðanir á öllu og þrífst á að koma þeim á framfæri.
Sá hinn sami og er búinn að gefa út sömu plötuna fjórum sinnum en fær samt fullt hús af stjörnum hvar sem hann er "gagnrýndur" enda má ekki segja neitt neikvætt um kónginn, fyrrum málsvari verkafólksins og hatursmaður kerfinsins sem seldi sál sína eftirminnilega til Visa fyrir c.a.15 árum síðan og hefur síðan ekið um á margmilljónajeppum, giftist um daginn fyrrverandi fegurðardrollu og flutti í villu í Kjós er kominn hringinn í sjálfhverfu sinni.
Skál fyrir Bubba sem ætlar að leika sjálfan sig á sviði Borgarleikhússins í haust.
Sá hinn sami og er búinn að gefa út sömu plötuna fjórum sinnum en fær samt fullt hús af stjörnum hvar sem hann er "gagnrýndur" enda má ekki segja neitt neikvætt um kónginn, fyrrum málsvari verkafólksins og hatursmaður kerfinsins sem seldi sál sína eftirminnilega til Visa fyrir c.a.15 árum síðan og hefur síðan ekið um á margmilljónajeppum, giftist um daginn fyrrverandi fegurðardrollu og flutti í villu í Kjós er kominn hringinn í sjálfhverfu sinni.
Skál fyrir Bubba sem ætlar að leika sjálfan sig á sviði Borgarleikhússins í haust.
3.8.08
Fyrsti titill ársins í höfn hjá Liverpool : )
Eftir mikla og nákvæma rannsóknarvinnu þar sem háskerpu myndir af aðdáendum liðana í Premier League hefur það verið staðfest sem ég hef lengi vitað, Liverpool aðdáendur eru fallegastir : )
The Premier League Beauty Table
1. Liverpool
2. Fulham
3. Tottenham Hotspur
4. Sunderland
5. Chelsea
6. Newcastle United
7. Arsenal
8. Bolton Wanderers
9. West Ham United
10. Manchester United
11. Derby County
12. Middlesborough
13. Manchester City
14. Birmingham City
15. Aston Villa
16. Everton
17. Wigan Athletic
18. Blackburn Rovers
19. Reading
20. Portsmouth
Eins kemur það mér ekki á óvart að sjá að Man Utd aðdáendur eru neðarlega á lista, þar sem ég kannast við marga aðdáendur þess liðs þá get ég staðfest að 10 sætið er alls ekki of neðarlega fyrir þann illa samansetta hóp.
The Premier League Beauty Table
1. Liverpool
2. Fulham
3. Tottenham Hotspur
4. Sunderland
5. Chelsea
6. Newcastle United
7. Arsenal
8. Bolton Wanderers
9. West Ham United
10. Manchester United
11. Derby County
12. Middlesborough
13. Manchester City
14. Birmingham City
15. Aston Villa
16. Everton
17. Wigan Athletic
18. Blackburn Rovers
19. Reading
20. Portsmouth
Eins kemur það mér ekki á óvart að sjá að Man Utd aðdáendur eru neðarlega á lista, þar sem ég kannast við marga aðdáendur þess liðs þá get ég staðfest að 10 sætið er alls ekki of neðarlega fyrir þann illa samansetta hóp.
Bíó: Eastern Promises (2007)
Leikstjóri er David Cronenberg sem hefur skapað margar góðar en jafnframt sérstakar myndir.
Í aðal eru Naomi Watts og Viggo Mortensen.
Bara mjög góð mynd, mæli með henni.
Einkunn: 8/10
2.8.08
Bíó: Semi-Pro (2008)
Bara svona týbísk Will Ferrell froða sem ég hef reyndar alltaf svolítið gaman að, en í heildina með þynnri froðum.
Einkunn 6/10
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)