
Eftir eina viku hefst enska úrvalsdeildin og ég ætla að gerast svo djarfur að spá fyrir um efstu sætin.
1. Chelsea gjörsamlega rústuðu deildinni á síðasta tímabili og hljóta að vera líklegastir til sigurs í þetta skiptið líka. Þeir hafa styrkt hópinn með þeim Shaun Wright-Phillips frá Man City, Asier del Horno frá Atletic Bilbao og endurheimt þá Hernan Crespo frá AC Milan og Carlton Cole frá Charlton. Það er hins vegar spurning um hvort að Chelsea verða eins heppnir með meiðsli núna og í fyrra, ef að t.d. Frank Lampard eða John Terry meiddust gæti komið smá skjálfti í liðið. En þeir eru með svo breiðan hóp að kannski myndi það engin áhrif hafa.
2-3. Arsenal eru líklega eina liðið sem getur keppt um titilinn þetta tímabil við Chelsea. Arsenal hafa síðustu 9 ár ekki endað neðar en 2. sætið og gera það líklega ekki þetta tímabil heldur. Viera er farinn og ég er ekkert viss um að það muni veikja liðið að neinu ráði, á síðasta tímabili byrjaði Arsenal gríðarlega vel og hélt áfram sigurgöngu sinni frá tímabilinu þar áður og unnu alla sína leiki í ágúst og byrjum sept án Viera sem var meiddur. Svo eru Arsenal komnir með hinn gríðarsterka Alexandr Hleb frá Sutttgart og á hann eflaust eftir að verða þeim sterkur.
2-3. Liverpool unnu nánst öllum að óvörum meistaradeildina í vor og hafa styrkt sig mikið fyrir komandi tímabil. Það er ekki fræðilegur möguleiki í helvíti að Liverpool lendi í öðru eins meiðsla rugli eins og á síðasta tímabili. Enn þurfa þó Liverpool að fá sterkan hægri kant mann og helst einhvern sterkan tila að leysa af Carragher eða Hyypia. Þegar að þetta er skrifað eru örlög Milan Baros ekki ráðin en ég held að ef að hann fari þá verði Michael Owen keyptur heim í heiðardalinn og væru það góð skipti að mínu mati, þó svo að Baros hafi verið markahæstur á EM síðast þá hefur hann ekki ná að gera nógu vel í deildinni, en maður veit svo sem aldrei.
4-6. Man. Utd. eru frekar erfiðir að ráða í en ég hef samt þá tilfinningu að þeir muni valda aðdáendum sínum vonbrigðum þetta tímabilið. Saur Alex hefur ekkert náð að styrkja miðjuna og hefur aðeins nokkra daga í viðbót til að redda hinum aldna geðsjúklingi Keane einhverjum almennilegum partner. Hinn aldni en reynslu mikli van der Saar var fengin til liðsins en hann er farinn að dala þó svo að einstaka sinnum megi sjá gamla takta. Hið jákvæða fyrir Man. Utd er frábær sókn og ef að van Nilsteroy verður heill í vetur þá munu hann og Rooney reynast erfiðir.
4-6. Tottenham verða sterkir í vetur með marga unga og spennandi leikmenn og svo er nýkominn reynsluboltinn og baráttujaxlinn Edgar Davids sem mun styrkja Tottenham mikið.
4-6. Bolton verða hættulegir í vetur og munu örugglega halda áfram að taka stig af "stóru liðunum". Þeir keyptu hinn síhrækjandi Diouf frá Liverpool og kæmi það manni ekki á óvart að hann gerði einhvern óskunda í vetur með markaskorun og með sinni gríðarlegu munnvatnsframleiðslu, Bolton keypti lika Mexikóann Jared Borghetti sem er skæður framherji.
Big Sam hefur líka sýnt að hann þarf ekki mikið til að gera mikið og þess vegna held ég að Bolton verði í Evrópusæti næsta vor.
Ég hef hingað til ekki verið getspakur maður en eitt er víst að þetta komandi tíma bil mun verða mun meira spennandi en síðustu tvö, og að meistarar þessa tímabils munu ekki vinna með 30+ stiga mun.
Svo að lokum er hér spá minnar getspöku konu :
1. Liverpool
2. Arsenal
3. Chelsea
Góða skemmtun.
Satan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli