2.4.08

Parket lögn.

Í gærmorgun kom maður að nafni Jónas og skipti út því parketi sem skemmdist í janúar þegar það flæddi undir gólfefnið úr þvottahúsinu. Hann mætti á staðinn kl 9:30 og hófst handa við að rífa upp og sortera frá þær plötur sem hann gat notað aftur, kl 12 fór hann í mat og var þá allt tilbúið til sögunar og niðurlagnar.
Rétt áður en hann kom úr mat fór rafmagnið af öllu Grafarholtinu og Gravarvoginum líka og var ég þar með viss um að hann væri stopp þar sem sögin var óvirk, en nei aldeilis ekki, reif þá ekki kall upp handsög og handsagaði allt heila klabbið, líka það sem þurfti að langsaga! (rafmagnið kom um leið og hann var búinn að saga síðustu fjölina).
Skemmst er frá því að segja að hann var búinn að öllu með tiltekt fyrir kl 19.
Alger nagli.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg helt ad thad maetti bara vaela a bloggsidum?
;)

M2

M4 sagði...

nærsta færsla kútur : )

Nafnlaus sagði...

Ekki er ein spýtan stök !
kv.R.Giggs