Við fórum í Z-Brautir Og Gluggatjöld fyrir tæpum 2 vikum síðan til að kaupa myrkrarúllu fyrir gluggan hjá börnunum, ok mér var sagt að þetta yrði tilbúið eftir 2 vikur, ég kváði auðvitað enda um eina rúllugardínu um að ræða en ekki gardínur fyrir heilt hús, já þetta er bara tíminn sem þetta tekur var mér þá sagt.
Þegar við komum út í bíl sagði ég við konuna að þau segðu þetta bara til að vera örugg um að geta afgreitt í tíma en yrðu örugglega fljótari að þessu, það hefur reynst ekki rétt.
Nú eru tæpar tvær vikur liðnar frá því að ég lagði inn pöntun og ekkert hefur gerst.
Bara til viðmiðunar þá vinn ég við að forsteypa húseiningar, ekki hjá öflugasta fyrirtækinu í bransanum en örugglega með þeim betri, hjá mínu fyrirtæki leikum við okkur að því að steypa einingar í 200+ 2m einbýlishús með raflögnum og marmaraklæðningu á þessum tíma og það ekki á nálægt því fullum afköstum.
Þess vegna finnst mér þetta svooolítið langur afgreiðslutími á einni rúllugardínu.
2 ummæli:
Spurning um að steypa bara í "gatið"?
M2
Það tók 2 1/2 mánuð fyrir mig að fá gluggatjöld hjá Sólar gluggatjöldum fyrir fjóra glugga. 2 vikur er bara augnablik í gluggatjaldabrasanum !!!
Kv. R.Giggs
Skrifa ummæli