6.3.05

Góð þjónusta

Ég var að velta fyrir mér bensínverði eins og eðlilegt er á þessum okur tímum. En annað sem mér finnst furðulegt er verðið á veittri "þjónustu" hjá bensínstöðvunum ! Þegar að þetta er skrifað kostar bensínlítri 101 krónu án þjónustu, þetta á auðvitað bara við hjá þeim stöðvum sem veita þjónustu. Ég tók bensín í dag og dældi sjálfur 52 lítrum á bílinn, 52x101=5252 kr.
Ef hinsvegar ég hefði einhverja hluta vegna ekki nennt að dæla sjálfur og hefði eftirlátið viðkomandi bensíntitt um dælinguna hefði ég þurft að borga 107 krónur fyrir lítrann, 52x107 =5564 kr.
Ok, 5564 kr-5252 kr = 312 kr ! Já 312 krónur fyrir að standa í eina og hálfa til tvær mínútur og dæla bensíni, það er slatti !
Segjum nú að það sé vitlaust að gera á stöðinni og titturinn dælir viðstöðulaust á hvern bílinn á fætur öðrum í klukkutíma og gefum honum 2 mín á hvern bíl, þá afgreiðir hann 30 bíla á klukkutímanum og það gerir.....má ég sjá......9360 kr á tímann og af því fær titturinn giska ég á ca. 800 kr á tímann.....uss !
Ekki hef ég hugmynd um hversu margir bílar kaupa bensín á einni ákveðinni bensínstöð á dag en þeir eru örugglega helvíti margir, og viss hluti viðskiptavina dæla aldrei sjálfir svo að summan fyrir þjónustuna ætti að vera ansi há.
Og svona til að enda á einhverju gáfu og líka gagnlegu þá þarf maður, miðað við þessar tölur að dæla 17 sinnum sjálfur á tankinn til að vera búinn að vinna fyrir einum fríum ; )



Satan.

Engin ummæli: