20.3.05
Enn er von
Já ennþá er sjéns á meistaradeildarsæti á næsta ári eftir sigur Liverpool á Everton 2-1 í dag.
Frábær leikur, ég er gjörsamlega búinn að éta neglurnar á mér upp að olnbogum ! Ég er á því að Baros hafi unnið fyrir rauða spjaldinu, hann var greinilega orðinn mjög frústiveraður á því að hafa tvisvar klúðrað dauðafærum á óskiljanlegan hátt.
ótrúleg þessi meiðsli sem eru að elta mína menn, það er eins og að álög hafi verið á poolarana, 3 menn útaf í fyrri hálfleik og Garcia neiddist til að haltra allann seinni hálfleikinn !
Góðu fréttirnar eftir þessa meiðsla hrinu í fyrri hálfleik eru þær að Warnock er ekki illa meiddur, hann bólgnaði víst bara mikið um ökklann og þess vegna var farið með hann á spítala til frekari rannsóknar.
Hræðilegt hinsvegar að missa Baros í 3 leikja bann, við munum finna fyrir því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli