Rokk hátíð Ísfirðinga "Aldrei fór ég suður" hefur þótt takast afar vel og segja allir 45 Ísfirðingarnir sem ekki hafa enn flúið heimahaganna að það sé "gekkt gaman" en eru þó frekar svekktir að ekki skyldu fleiri brottfluttir ísarar hafa komið heim til að djamma með heimamönnum. Greipur Gíslason forsvarsmaður hátíðarinnar er að vonum gríðarlega glaður yfir fjörinu sem er á staðnum en lögreglan á fullt í fangi með að hafa hemil á umferðinni en það ku vera allt að 6 bílar á rúntinum í einu og segist Bárður Jóndason yfirlögregluþjónn ekki hafa lennt í öðru eins hafaríi síðan að kerlingar bæarins komust að því að Mick Jagger væri á staðnum fyrir nokkrum árum, en í blaðaviðtali í fyrra þverneitaði Jaggerinn að hafa nokkurntímann komið þangað. Í gær kveld voru all nokkrar hljómsveitir sem komu fram og má þar nefna hinn heimsfræga Mugison og svo nokkrar sveitir skipaðar heimafólki eins og Spilabræður sem samanstendur af meðlimum úr Kotru klúbb bæjarins, svo spiluðu Ísgellur en sú grúppa var sett saman af nokkrum eiturhressum kellum úr ísfélaginu og svo sló botnin í skemmtun gærkveldsins hljómsveitin Slagæðargúlpur en sú hljómsveit kemur frá Bolungarvík og voru sérstakir gestir hátíðarinnar, en Bolvíkingar eru annálaðir stórsöngvarar og skemmtikraftar hinir mestu.
Það er mál manna að hátíð sem þessi verði til þess að unga fólkið á Ísafirði sjái ljósu punktanna við heimahaganna og fari því síður suður, enda eiga Ísfirðingar hvergi eins vel heima eins og á Ísafirði.
Það vita allir sem hafa kynnst þeim.
Satan.
2 ummæli:
já takk fyrir það satan minn, og maður vísar á þessa svívirðingar síðu á minni síðu, jahérna eins og einhver móinn myndi segja. Það hefur ekki vantað tónelskt fólk vestan af fjörðum, aðeins meira heldur en frá kartöflugörðunum heima sem státa þó af einu mesta love&hate lagi íslandssögunar og takk fyrir það!!!
Voðalega erumenn hörundssárir !
Þetta er skemmtilegur pistill !
Skrifa ummæli