6.8.04

Vont !

Hvaða helvíti......hugsaði ég þegar að ég kom heim úr vinnu í gær og sá að útidyrnar voru opnar, og að búið var að taka baðgluggann úr sínu annars ágæta stæði ! Það tók ekki flug gáfaðann mig, langan tíma að 8 mig á því að rupplari hafði gert sig heimankominn í mínum húsum....ANDSKOTINN !
Labbaði nettan hring um íbúðina, sem eins og kunnugir vita að tekur ekki langan tíma....og bjallaði svo í löggufólkið sem kom eftir að nokkur augnablik, ágætis fólk bæði tvö. Þau kölluðu svo í talstöðina sína og fengu sérþjálfaðar rannsóknarlöggur á staðinn með sitt "C.S.I" dót og leituðu af fingraförum og þvíumlíku. Lítið kom út úr því þrátt fyrir fagleg vinnubrögð, nema að svínið hafði traðkað sínum ljóta fæti í blómabeð 5 skrefum áður en að hann nauðgaði baðherbergis glugganum, og skildi því þetta líka fína skófar eftir í baðkarinu, og voru teknar myndir af því og öðrum vegsummerkjum.
Ófétið hafði svo á brott með sér þónokkuð af okkar eigum, misdýrum og mispersónulegum, ætla ekki að telja upp hér hvað var tekið, furðulegast þykir mér að fíflið tók td. rakspýrana mína....og vekjaraklukkuna, þarf líklega að vakna snemma til að ræna næsta hús ! Já og tók líka 2 kippur af bjór sem er náttla hörmulegt, og svo sást til viðurstyggðarinnar sötra bjórinn á stéttinni hjá nágranna vorum ! Djöfulsins asni ! Allavega er tjónið mikið og hleypur á hundruðum þúsunda.
Þetta atvik verður víst aldrei talið með því skemmtilegra sem fyrir mann hefur komið, en svona er það nú að búa í borg óttans......Reykjavík !


Satan.

Engin ummæli: