17.8.04

Djúpar pælingar.

Ef að þér gengur yfirleitt illa í fyrstu tilraun með allt........þá er fallhlífa stökk ekki fyrir þig !

Ef að maðurinn er kominn að öpum, af hverju eru þá ennþá til apar ?

Ættu líkbrennslur að gefa afslátt fyrir þá sem létust af brunasárum ?

Er ekki pínulítið taugatrekkjandi að læknar kalli vinnu sína " practice" ?

Hvað gerir maður þegar að maður sér dýr sem er í útrýmingarhættu er að fara að borða plöntu sem er í útrýmingarhættu ?

Af hverju eru kósettin á bensínstöðvum alltaf læst, þannig að maður þarf að biðja um lykil til að geta notað salernið.......eru þeir hræddir að einhver muni þrífa þau ?

Ef að löggan handtekur látbragðsleikara.....hefur hann þá samt rétt á að segja ekkert ?

Af hverju eru nálarnar sem eru notaðar við aftökur með banvænni sprautu sótthreinsaðar áður en sá dauðadæmdi er stungin með þeim ?

Af hverju notuðu kamikaze gaurarnir í sjálfsmorðssveitunum Japönsku hjálma ?

Ef að bolabítur er að "hamast" á löppinni á þér borgar sig þá ekki að þykjast fá fullnæingu ?

Lifðu lífinu eins og hver dagur sé þinn síðasti.......það kemur að því að þú hefur rétt fyrir þér : )

Bezta leiðin til að finna eitthvað sem þú hefur tínt er að kaupa alveg eins hlut í staðinn !

Af hverju ýtir maður fastar á takkana á fjarstýringunni þegar að maður veit að hún er að verða batteríislaus ?

Af hverju, þegar að konur eru að fara í "kjallaraskoðun" fer læknirinn út úr herberginu á meðan að konan er að hátta sig ?

Af hverju eru samtök alcoholista kölluð Alcoholics Anonymous þegar að það fyrsta sem að maður gerir þegar að inn er komið er að segja ' ég heiti Skúli og ég er alcoholisti ?

Hvernig stendur á því að vatn sem hefur 'seytlað um fjallasprungur um aldaraðir' er með síðasta söludag stimpil á flöskunni þegar að þú kaupir það út úr búð ?

Er Franskur koss bara kallaður koss í Frakklandi ?



Satan.

Engin ummæli: