26.1.06

Söngvakeppni sjonvarpsins 2006 taka 2

1. María, eftir Roland Hartwell sungið af söngvara Skítamóralls var ekkert spes.

2. Sést Það Ekki Á Mér? eftir Sigurð Örn Jónsson sungið af Matta Matt söngvara Papanna fannst mér ekki virka enda hefur mér aldrei fundist Matti skemmtilegur söngvari.

3. Stundin-Staðurinn, eftir Ómar Ragnarsson í flutningi flutningi Þóru Gísladóttur og Edgards S. Atlasonar hefði sómt sér vel í danslagakeppni síldarvinnslunar á Siglufirði árið 1963 en ekki hér ! Svo fékk maður einhverskonar bjána hroll þegar að Ómar kom á svið í miðju lagi til að blístra smávegis....uuhhhuuhhuhuhu.......

4. Ég Sé, eftir Írisi Kristinsdóttur sungið af henni sjálfri og það var einmitt stærstu mistökin, ágætis lag svo sem en Íris er kaaaasólétt og réði engan veginn við að syngja lagið, var andstutt enda krílið örugglega farið að þrýsta á þyndina og svo hitti hún ekki alltaf á laglínuna.

5. Það Sem Verður, eftir Hallgrím Óskarsson í flutningi Friðriks Ómars var hressandi lag en minnti of mikið á sveiflukónginn Geirmund, en var svo sem ok.

6. Í Faðmi Þér, eftir Ingva Þór Kormáksson sungið af söngkennaranum á Hvolsvelli sem ég man ekki hvað heitir, en hún réði illa við lágu nóturnar í laginu og fær því falleinkunn hjá mér.

7. Þér Við Hlið, eftir Trausta Bjarnason í flutningi Regínu Óskar var langbesta lagið þetta kveld, talsvert mikill keltneskur bragur á laginu sem var þjóðlegt og frumlegt og fínt. Með Regínu sungu fjórir menn úr kórnum Voices Thules og virkaði vel en frábær söngur Regínu gerði samt lagið að öruggum sigurvegara kveldsins.

8. Strengjadans, eftir Davíð Olgeirsson sungið af honum sjálfum, mér fannst ekkert varið í þetta lag en það náði samt að komast í úrslitakeppnina enda skárra en fjögur önnur lög kvöldsins.

Sjá næsta póst fyrir rest af þessu helvíti !

Satan.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér fanns Regína lang best og friðrik næstbestur og var frekar sama um rest , en mér líkaði vel við fyrsta lagið en ég þoli bara ekki skíta(mórals)söngvarann . Gott hjá RUV að reyna rífa þetta soldið upp , alltaf gaman að fylgjast með keppni ..
mummalingur

Nafnlaus sagði...

Mér fanns Regína lang best og friðrik næstbestur og var frekar sama um rest , en mér líkaði vel við fyrsta lagið en ég þoli bara ekki skíta(mórals)söngvarann . Gott hjá RUV að reyna rífa þetta soldið upp , alltaf gaman að fylgjast með keppni ..
mummalingur

Nafnlaus sagði...

hehe svona er maður óþolinmóður, sendi 2var ;p