14.10.05

Kastljós vs. Ísland í dag


Mikið var fjallað á dögunum um manna og kvenna bítti á milli Rúv og 365 Viðurstyggða.
Logi geimgengill fór til að vera undir sama þaki og hans ekta spúsa Svana Hólm sem hafði farið tæpu ári áður, nú Þórhallur kvenna tryllir fór yfir á Rúv og hans samstarfskvinna til margra ára Jóhanna Vilhjálms strunsaði rakleitt á eftir honum.
Þórhallur tók við ritstjóra starfinu hjá Kastljósi sem að Logi hafði yfirgefið til að gerast lesir hjá Stöð 2.
Til að bregðast við breytingum á Kastljósinu og þeirri samkeppni sem þaðan væri að koma ákváðu Íslands í dag fólk að breita líka til og vera meira hipp og kúl, það misheppnaðist hrapalega.
Ég er ekki Vala Matt og mun ekki, né vil aldrei verða, en ég hef aldrei séð eins ljótt "sett" í sjónvarpssal eins og nýja "settið" hjá þeim á Stöð 2, það er litað þeim ljótasta græna lit sem er til í litarófinu og með fullt af litlum gluggum sem sýna svo eitthvað ennþá ljótara. Útlitið hinsvegar á hinu nýja Kastljósi er hins vegar gríðar vel heppnað ferskt og framandi í senn.
Umsjónarfólk Íslands í dag finnst mér vera frekar óspennandi, ég get ekki að því gert að finnast Svana Hólm óspennandi, hún er bara svo alvarleg og fráhrindandi, skárri finnst mér þó Inga Lind vera, hún er einlæg og getur tekið alvarleg sem glettin viðtöl.
Svo er fjölmiðla besservissinn Þorsteinn joð kominn til liðs við Íslandið og er það helst hann sem er eitthvað frumlegur.
Í hinu nýja Kastljósi hefur verið hrært saman gamla Kastljósinu og @ (at) og hinum margverðlaunaða þætti Mósaík.
Ég hélt satt bezt að segja að þetta yrði eitthvað klúður, en nei alls ekki, þetta þræl virkar, þessi tæpi klukkutími sem Kastljósið tekur er skemmtilegur og athyglisverður, á meðan að Ísland í dag virkar óspennandi á mig og það eina sem að Ísland í dag hefur fram yfir Kastljósið er íþróttapakkinn sem Stöð 2 bíður uppá, en eins og allir vita andaðist íþróttadeild Rúv fyrir nokkrum árum.

Sem sagt Kastljós 4 - 1 Ísland í dag

Satan.

Engin ummæli: