23.10.05

Eurovision í 50 ár


Guð minn almáttugur hvað þetta var leiðinlegur þáttur í gær á Rúv í beinni !
Þarna átti að fagna 50 ára sögu Eurovision með því að kjósa bezta lag keppninar frá upphafi.
Það verður að játast að það hafa ekki margir klassíkerar fæðst í þessari keppni þó svo að keppnin hafi reynst mörgum flytjendum ágætis stökkpallur, eins og t.d. Sir Cliff Richard og Abba og ekki má gleyma Celine Dion.
En hvað var svona leiðinlegt við þessa útsendingu ?
Jú, hún var þriggja tíma löng sem hefði svo sem verið okey ef að nánast allir sem komu fram hefðu ekki verið á myndbandi !
Að horfa á Eurovision getur verið góð skemmtun, en í þetta skiptið var þetta hreinasta hvalræði !
Og já, lagið sem vann var Waterloo með Abba, og allt í lagi með það þó að ég hefði frekar viljað sjá Volare ( di blu,di pinto di blu) vinna !
Þetta var sem sagt líklega einn af síðustu nöglunum í líkkistu þessarar keppni, og farið hefur fé betra !


Satan.