28.10.09

McDonalds, hinnsta kveðja

Ég hef hvorki oftar né sjaldnar en tvisvar sinnum snætt hamborgara á McDonalds á íslandi, í fyrra skiptið fór ég að sjálfsdáðum í barnslegri forvitni um þessa heimsfrægu borgara en í það seinna þáði ég fæði þar sem ég var að hjálpa ættingja sem vildi endilega tríta mig í mat. Í bæði skiptin furðaði ég mig á því hvers vegna þessi skyndibitakeðja væri yfirhöfuð starfandi svona miðað við hversu lítið er varið í matinn.
En núna á semsagt að loka þessum útibúum McDonalds á Íslandi vegna þess að ekki þykir svara kostnaði að flytja inn allt hráefnið í þetta gums, ekki mun ég sakna McDonalds enda er lítið mál að fá betri borgara ef mann langar yfirhöfuð í slíkt, Búllan, American Style og Ruby's toppa McDonalds enítæm og það gera reyndar flestir bensínstöðvaborgarar líka.

En nú vill svo til að ég hef keyrt framhjá McDonalds í Fákafeni rétt fyrir hádegi síðustu 3 daga og við mér blasti löng bílaröð við lúguna alla dagana, c.a. 10-15 bílar í bæði skiptin, auk margra á stæði. Þá spyr ég, er fólk virkilega að fá sér þessa ofmetnu drullu bara útaf því að nú eru að verða síðustu forvöð hér á landi?
Ég sver það ég færi ekki þó þeir væru að gefa borgarana þessu síðustu daga.

Engin ummæli: