Nóttina fyrir útileikinn gegn RM dreymdi mig langan og skrítinn draum, ætla ekki að fara mikið útí innihald draumsins en get sagt ykkur að hann endaði á því að ég hoppaði og fagnaði því að Liverpool væru bestir, enda hafði ég einhverstaðar í draumnum séð knattspyrnuvöll þar sem okkar ástkæra var að spila við andstæðing sem ég bar ekki kennsl á. En mikið fagnaði ég í draumnum, hló og skrýkti eins og skólastelpa og endaði svo á að faðma Gulla Helga : / en hann er harður púllari : )
Þegar öllu þessu var svo lokið og ég loks vaknaði var ég viss um að við myndum vinna Meistaradeildina enda fannst mér og finnst reyndar ennþá að EPL sé okkur runnið úr greypum.
Aníhú, my point is………við vinnum stóra dollu í ár : ) Þess má svo til gamans geta að ég hef alltaf verið berdreyminn……..þá á ég ekki við að ég sé alltaf ber þegar mig dreymir…….sem ég er reyndar líka : )
En það er önnur saga : )
1 ummæli:
Þetta er einhver misskilingu hjá þér....... ertu ekki ber þegar þig dreymir ????? það er ekki það sama og að vera berdreyminn ;-) prufaðu að sofa í náttfötum, þá færðu hægar draumfarir.
Góða helgi,
R.Giggs
Skrifa ummæli