Undanfarna daga hefur verið mikið að gera hjá mér, alltaf brjálað í vinnunni en svo hefur verið óvenjulega mikið að gerast á þessum fáu klukkutímum sem ég hef haft í frí.
Ég var að vinna á laugardag frá kl 05:45 til kl 17:15 og þá smellti maður sé heim og riggaði upp steiktu lambalæri í kvöldmatinn enda var von á gestum í mat, heppnaðist prýðis vel þó sjálfur segi : )
Eftir góðan svefn á sunnudagsmorgun þá tók við jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum í boði tengdó og sveik það ekki frekar en vanalega, alger veisla.
Nú svo seinnipartinn var farið á jólatónleika í Fríkrikjunni í Hafnarfirði.
Tónleikarnir voru klukkutíma langir og voru stórskemmtilegir, það voru t.d. tekinn tvö jólalög frá Baggalúti, lögin Sagan af Jesúsi og Annar í jólum.
Frábærir tónleikar þar sem engin var helgislepjan, bara gaman, öruggt að við förum aftur að ári.
Nú svo er það bara vinnan aftur, þó á ég nú von á að það fari að hægja verulega á með hverjum degi sem líður þar sem útlendingarnir sem halda þessu gangandi eru farnir að týnast heim í jólafrí.
En mikið hlakka ég orðið til jóla, samt aðallega bara að vera í fríi og vera með fjölskyldunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli