23.10.07

Erfitt að vera prestur.

Það hlítur að vera erfitt að vera prestur þessa dagana, ekki bara eru kynvillingar að heimta að fá að giftast eins og venjulegt fólk í kirkjum landsmanna heldur var að koma út ný útgáfa af biblíunni sem tók bara tíu ár að klúðra !
Í Kastljósinu í kvöld mátti sjá umræðuna í þessum málum kristallast í klæðnaði viðmælanda Sigmars, þeir séra Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkju prestur og séra Geir Waage prestur í Reykholti mættu til dyranna eins og skoðanir þeirra leyfa.
Séra Geir Waage var klæddur í prestsskrúða hertur upp í háls stútfullur af aldagömlum kreddum og þröngsýni á meðan Séra Hjörtur Magni kom í fráhnepptri ljósri skyrtu og í svörtum bol innanundir.

Um það sem fór fram þarf ekkert að segja, klæðnaðurinn sagði allt sem segja þarf.

Engin ummæli: