27.2.09

Enski. Leikir helgarinnar 27 umferð

Tak í Bak

Ferlegt ástand alveg, þegar ég hafði skotist heim í hádeginu á miðvikudag til að snæða smávegis var stefnan tekin á skólann.
Á bílaplaninu ofan við skólann (tilheyrir átvr,Heiðrún) þar sem ég er að tölta í átt að skólanum fékk ég alveg upp úr þurra svona svakalegt tak í bakið, sullaði yfir mig kaffi og alles : )
Hrikalegur verkur neðan við herðablöð báðu megin, svo mikill að ég náði varla andanum og rétt náði að skríða upp í bílinn aftur.
Keyrði heim og tók verkjalyf sem mér fannst ekki gera mikið fyrir mig, tilkynnti veikindi í skólann og lagðist fyrir og þegar ég náði loks að slaka svolítið á sofnaði ég.

Svaf svo gríðarlega illa um nóttina enda gat ég mig varla hreyft nema með herkjum og miklum verkjum, fékk tíma hjá lækni kl 10 (kraftaverk útaf fyrir sig) og eftir skoðun var mér afhentur lyfseðill upp á bólgueyðandi og líka vöðvaslakandi.

Þessi mixtúa hefur sannarlega virkað vel því í dag er ég mikið betri en þó alls ekki algóður : )
Ferlegt að missa svona 2 daga úr skóla, er einmitt að stúdera lýsingu þessa og næstu viku,
en svona getur þetta verið stundum.

22.2.09

Lauksúpa á youtube

Partur af náminu hjá Kvikmyndaskólanum er vefhönnun, 1 sinni í viku er ég í tíma hjá Maríönnu Friðjónsdóttur en hún hefur auðvitað verið helst verið þekkt fyrir að vera ofurpródúser í sjónvarpi síðustu áratugina, frábær og klár kella.
Í tímum hjá henni er markmiðið að læra að nota netið til kynningar á eigin efni og svo er líka farið í heimasíðugerð og margt fl.

Undanfarið höfum við verið að læra hvernig Google býður uppá margt sniðugt sem hægt er að nota til að koma sér á framfæri og það alveg ókeypis, t.d. frítt heimasíðusvæði og margt fleira athyglisvert.
Heimasíðan mín sem er í smíðum er á byrjunarstigi en á henni hef ég hugsað mér að vera svona til að byrja með eingöngu með efni sem tengist veru minni í skólanum, slóðin er www.haflidipalsson.tk

Einn af "ókostunum" við heimasíðugerð hjá google er sá að til að setja inn myndband þarf maður að fyrst að setja það inn á youtube og linka svo þangað til koma því inn á heimasíðuna, auðvitað er þetta gert til að spara pláss á heimasíðusvæðinu svo maður hefur alveg skilning á þessu, það er bara eitthvað svo skrítið að setja eitthvað svona "persónulegt" inn á youtube : /

Endilega skellið ykkur nú á youtube og sláið inn í leitarborðann "lauksupa" og lítið dýrðina augum : )
Myndgæðin eru talsvert betri en þau sem eru í boði á þessu bloggi mínu og muna svo að gefa viðeigandi stjörnufjölda sem að mínum dómi er c.a. 5 ; )
Svo má auðvitað líka commenta líka.

Gaman að þessu.

10.2.09

Einhverra hluta vegna.............

.............grunar mig að við eigum eftir að fá margar svipaðar fréttir á næstu árum af snilldarbandinu Buena Vista Social Club.

Tekið af mbl.is

Bassaleikari Buena Vista Social Club látinn

Bassaleikari Buena Vista Social Club, Orlando „Cachaíto" López er látinn 76 ára að aldri. López lést á sjúkrahúsi í Havana á Kúbu. Banamein hans voru fylgikvillar blöðruhálsuppskurðar, að því er segir í frétt á vef BBC.

López lék tvívegis á tónleikum með Buena Vista Social Club á Íslandi, árið 2001 og 2008. Buena Vista Social Club vöktu heimsathygli þegar kvikmynd Wim Wenders um tónlistarhópinn var tekin til sýningar árið 1999. Samnefnd plata kom hins vegar út haustið 1997 og hefur selst í milljónum eintaka um heim allan.

3.2.09

Mínútumyndin mín.

Jæja, hér er þá komið fyrsta verkefni mitt hjá Kvikmyndaskólanum.
Verkefnið var að gera mynd um hvað sem er, eina skilyrðið var að myndin varð að vera akkúrat 1. mínúta að lengd.
Njótið.



Oscarinn hefur verið veittur fyrir minna : )