Íslenska plata vikunar á Rás 2 þessa vikuna er platan "Guðmundur R - Íslensk tónlist".
Fínasta viðleitni hjá Rás 2 að vera með svona plötukynningar í hverri viku, og sérstaklega gott þegar eiga í hlut tónlistarmenn sem venjulega fá ekki mikla umfjöllun t.d. vegna þess að þeir eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistarútgáfu.
Á heimasíðu Rásar 2 er þessi kynning :
Það er Guðmundur sem á plötu vikunnar að þessu sinni. Maðurinn er líkast til þekktastur fyrir feril sinn með Sú Ellen hér á árum áður.
Guðmundur er nú aftur á móti mættur með þessa líka fínu sólóplötu sem allir helstu aðdáendur, og þeir skipta þúsundum gott fólk, Sú Ellenar hafa varla haldið vatni yfir útkomu plötunnar.
Fyrir tilstylli Rásar 2 fáið þið, landsmenn góðir, að heyra þessa tímamóta plötu fyrst hér í útvarpi allra landsmanna. Á hverjum klukkutíma munum við heyra lag af plötunni auk þess sem heppnir hlustendur geta átt þess kost að vinna sér inn eintak af plötunni.
Rauðletrun mín.
Gott og vel, í gær féll svo dómurinn í þættinum Poppland þar sem Andrea Jónsdóttir gaf sitt álit.
Það er skemmst frá því að segja að að þessi frum raun Guðmunds féll algerlega á prófinu hjá Andreu, sem sagði hann m.a. jarma í flestum lögum.
Svo reyndar fær hann þokkalega dóma fyrir lagasmíðar og textagerð en bætir svo við að hans heimafólk (Egilsstaðir held ég) gæti verið móttækilegra fyrir þessari mússík en hún, það má svo lesa hvað sem er út úr þeirri fullyrðingu.
Ég veit ekki, er verið að gera einhverjum greiða með svona umfjöllun í útvarpi landsmanna ?
Það er allavega alveg á hreinu að hann fær ekki byr í seglin við þessa ógagnrýni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli