Ok, ég er búinn að fá nóg af þessu helvítis blogger dott cum drasli !
ég er búinn að vera að reyna að koma inn pósti um myndina Walk The Line en ekkert gengur !
Og hér með segi ég þessu helvíti upp og sé svo til hvort að ég taki upp þráðinn á öðrum stað.
Takk fyrir mig !
Satan.
27.3.06
Krydd
Las í blaðinu í dag að "kryddpían" Victoria Beckham segðist frekar höggva af sér hendurnar en að auglýsa fyrir verzlunarkeðjuna Iceland sem er einmitt að stórum hluta í eigu íslendinga.
Hvers vegna það að auglýsa fyrir þetta fyrirtæki er henni svona fjarri huga veit ég ekki, en ég veit hins vegar að frekar vil ég sarga af mér eyrun með klósettbursta og sprauta svo hraðþornandi akrílkítti inn í þau heldur en að þurfa að hlusta á þessa hæfileikalausu belju baula eitt lag í viðbót !
Satan.
Hvers vegna það að auglýsa fyrir þetta fyrirtæki er henni svona fjarri huga veit ég ekki, en ég veit hins vegar að frekar vil ég sarga af mér eyrun með klósettbursta og sprauta svo hraðþornandi akrílkítti inn í þau heldur en að þurfa að hlusta á þessa hæfileikalausu belju baula eitt lag í viðbót !
Satan.
24.3.06
Bíó: Saw 2 (2005)

Var að enda við að horfa á þessa mynd sem er framhald einhvers bezta hrolls síðari ára.
Leikst: Darren Lynn Bousman hefur ekki gert neitt markvert áður.
Aðalhl: Donnie Wahlberg, Shawnee Smith.
Á fyrztu mínútunum fannst mér vera einhver aula bragur á þessari mynd, svona næstum því b-mynda fílingur en sem betur fer fór hann þegar að leið á myndina. Myndin fjallar um hóp fólks sem lendir í þeirri leiðinda stöðu að þátttakendur í "leik" hins mjög svo sturlaða "Jigsaw" sem eins og í fyrri myndinni hefur sett allskonar skemmtilegar gildrur og þrautir sem þátttakendurnir annaðhvort meiða sig á eða drepa.
Mér finnst þessi mynd ekki eins góð og sú fyrri en það sem reddar þessari mynd er ágætis plott sem kemur í ljós þegar að líður á myndina.
Svo má til gamans geta þess að Donnie Wahlberg sem leikur lögguna var einn aðal gaurinn í strákabandinu hræðilega en fáránlega vinsæla "New Kids On The Block" sem er forveri margra annara slíkra viðurstyggða, og svo er hann líka bróðir hinns fína leikara Mark Wahlberg.
Einkun 6/10
Satan.
17.3.06
Bíó: Memoirs of a Geisha (2005)

Það verður að segjast alveg eins og er að ég gerði mér vonir um að þessi mynd væri mjög góð, en því miður þá er hún það ekki.
Leikstjóri : Rob Marshall (Chicago 2002)
Aðalhl : Suzuka Ohgo og Ziyi Zhang.
Þessi mynd er gerð eftir frægri bók með sama titil og þótti mjög merkileg, af hverju veit ég ekki.
Myndin er hinsvegar mjög vel gerð í alla staði og fékk t.d. 3 Oskara fyrir myndatöku, búninga og listrænastjórnun.
En þegar að myndin er búin þá situr ekkert eftir og hún gleymist strax.
Einkunn 6/10
Satan.
9.3.06
Bíó. March of the Penguins

La Marche de l'empereur, er myndin sem vann Óskarinn sem bezta heimildamyndin.
Hún fjallar um lífsbaráttu Keisaramörgæsa sem að með fáránlegum dugnaði og seiglu eru að berjast við óblíða náttúru í þeim göfuga tilgangi að koma upp afkvæmi.
Þessi mynd er rosalega góð og vel gerð og snertir mann á stöðum sem að vissi ekki að heimildamynd gæti snert mann ( ekki líkamlega sko )
Það er alger óþarfi að vera hrædd(ur) við að taka þessa mynd á leigu því að hún toppar flestar myndir sem eru á leigunni !
Einkunn 9/10
Satan.
Óskarinn !
Crash vann Óskarinn sem bezta myndin og þó að ég c ekki búinn að sjá neina af hinum sem voru tilnefndar í þeim flokki þá leyfi ég mér að fullyrða að Crash átti þetta fyllilega skilið.
Algerlega frábær mynd sem maður gleymir seint !
Satan.
Algerlega frábær mynd sem maður gleymir seint !
Satan.
Slappur !
Mikið djöfull er ég búinn að vera hugmyndasnauður um eitthvað til að setja hér inn !
En eitt er ég þó búinn að uppgöggva, að það má alltaf segja frá bíómyndum sem ég horfði á nýlega og það eitt ætti að tryggja svona sirka 2 pósta jafnvel 3 á viku !
Satan.
En eitt er ég þó búinn að uppgöggva, að það má alltaf segja frá bíómyndum sem ég horfði á nýlega og það eitt ætti að tryggja svona sirka 2 pósta jafnvel 3 á viku !
Satan.
Ráð undir rifi hverju !
Karlmenn !
Þegar að þið viljið hlusta á uppáhalds geisladiskinn ykkar hækkið þá í magnaranum eins hátt og ykkur finnst passlegt, lækkið svo niður um 2/3 og þá losnið þið við að frúin komi og geri það fyrir ykkur !
Satan.
Þegar að þið viljið hlusta á uppáhalds geisladiskinn ykkar hækkið þá í magnaranum eins hátt og ykkur finnst passlegt, lækkið svo niður um 2/3 og þá losnið þið við að frúin komi og geri það fyrir ykkur !
Satan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)