30.12.09

Úrslit í tippkeppni M4 og M3 eru ljós!

Það var alveg ljóst frá því að flautað var til leiks í Enska boltanum í ágúst að M3 ætlaði svo sannarlega ekki að gefa frá sér fleiri Stellur. http://moi4.blogspot.com/2009/08/enski-leikir-helgarinnar-1-umfer.html

M3 stimlpaði sig inn frá upphafi og tók forustuna strax í fyrstu umferð, en það varði ekki lengi, M4 jafnaði strax í 2 umferð og gott betur og leiddi eftir tvær umferðir. Þarna vildu margir meina að hinn ríkjandi meistari væri nú kominn á skrið og gæfi það ekki eftir.

En nei nei, M3 kom snarbrjálaður til baka og jarðaði keppinaut sinn svo svakalega að eftir var tekið um gjörvallan getrauna heiminn, og eftir aðeins 5 umferðir var M3 kominn með þægilegt 6 stiga forskot http://moi4.blogspot.com/2009/09/enski-leikir-helgarinnar-5-umfer.html

Eftir þetta náði M4 aðeins að klóra í bakkann og lengi vel var M3 með þetta 3-4 stiga forskot.

Þegar komið var að 15 umferð var M3 með 3 stiga forskot, en í þeirri umferð náði M4 að taka 2 stig á M3 og nú munaði aðeins 1 stigi.

Í 16 umferð skildu kapparnir jafnir en í þeirri 17 náði M4 að taka 1 stig og náði þar í fyrsta skipti í langan tíma að jafna leikinn.

Sigur í 18 umferð kom M4 1 stigi yfir M3 og nú var heldur betur farin að færast spenna í leikinn.

19 umferð var eign M3 sem tók 2 leiki og leiddi því keppnina með 1 stigi þegar aðeins ein umferð var eftir.

20 umferð reyndist svo heldur betur dramatísk, 4 leikir voru ekki eins á seðlum drengjanna og því ljóst að ýmislegt gat gerst.
Fyrsti leikurinn fór þannig að M3 var með hann réttann og leiddi því með 2 stig fram yfir M4.
Næstu 2 leikir á seðlinum féllu svo fyrir M4 og þá var orðið jafnt og aðeins einn leikur sem gat skorið til um úrslit eftir á seðlinum.

Bolton-Hull. M3 spáði Bolton sigri en M4 spáði jafntefli, ef Hull sigraði þá yrðu félagarnir jafnir.

Bolton skoraði fyrsta og annað mark leiksins og staðan því orðin vænleg hjá M3.
Hull minnkar muninn og vonarglæta yljar svartsýnum M4.
Hull jafnar leikinn þegar c.a. 10 mín eru eftir af leiknum og nú eru M3 og M4 hreinlega að brjálast úr spenningi.
Þrátt fyrir nokkur markfæri hjá báðum liðum nær hvorugt liðið að tryggja sér sigur og skilja því jöfn 2-2.

M4 hrósar því sigri í tippkeppni við M3 eftir alveg ótrúlega spennandi lokaumferðir.



Ég vil þakka M3 kærlega fyrir hrikalega skemmtilega umferð og svo verð ég að segja að ég hlakka rosalega til heimboðsins í kvöldmat með fjölskylduna.

Já og að taka við Stellunni......jeiiiiiiiiiii!!!!!!!!!!

Næsta tippkeppni hefst svo 9 janúar.

28.12.09

Avatar í 3D

Fór að sjá þessa áðan í Smárabíói í þrívídd.
Þú verður að gera það líka....þú verður.

27.12.09

Enski. Leikir helgarinnar. 20 umferð



Ótrúleg spenna í loka umferðinni, hér fyrir neðan má sjá sms samskiptin okkar á meðan á úrslitaleiknum stóð:
Smella á mynd til að stækka.
Ahh, þarf að súmma inn líka : )

3.12.09

Ahhh, nú kemst maður sko í jólaskap : )

Ég fer alltaf að hlægja þegar ég sé þetta : )

2.12.09

15 af frægð?

Jæja, nú eru spekingarnir í dómnefndinni búnir að vinna vinnuna sína og tilkynnt hefur verið um úrslit í stuttmyndakeppni Canon og mbl.is.
Eftir að hafa á einstaklega hlutlausan hátt skoðað það efni sem sent var inn í keppnina komst ég að þeirri niðurstöðu að mín mynd ætti góðan möguleika á verðlaunum, reyndar sá ég að aðeins 2 myndir gætu mögulega átt sjéns fyrir utan mína.
Hinar myndirnar sem um ræðir eru Mikki í bakarínu, þar sem búið er að textaskreyta hljóð úr Dýrunum Í Hálsaskógi, lúkkar fínt en er mjög lítil kvikmyndagerð að mínu mati.
Hin myndin er myndin Hulduhóll sem skólafélagi minn gerði síðasta vetur, stutt hrollvekja sem er rosalega vel gerð.

En nú er semsagt búið að velja þessar tvær myndir sem unnu til verðlauna og varð Mikki í fyrsta sætinu og Hulduhóll í öðru, ég náði semsagt ekki neinum verðlaunum í þetta skiptið og finnst mér það hundfúlt skal ég alveg játa, en ég get vel ímyndað mér að einhverjir gætu túlkað myndina mína þannig að þar sé hvatt til reykinga, og það gæti hafa haft áhrif.

Svona getur þetta verið : )

En að öðru, núna rétt áðan sá ég í sjónvarpinu Lottó auglýsinguna sem ég lék í um daginn.
Í henni er ég einn af Papparözzunum sem sitja fyrir Lottókúlu #21 sem er leikin af "þokkagyðjunni" Ásdísi Rán.
Varla er hægt að segja að ég sjáist mikið í þessari auglýsingu, mér rétt bregður fyrir í byrjun hennar en varla er hægt að ætlast til að nokkur taki eftir því : )



Hér er auglýsingin í heild sinni:


Já maður er ekkert að ríða feitum hestum þessa dagana : )
En ekki er öll nótt úti, ég bind mklar vonir við jólahryllingsmyndina sem ég var að leika í síðasta föstudag, held að þeð verði flott mynd : )